Hnúðdumba er fíngerð, dökk brún eða nær
svört blaðflétta, 3-6 sm í þvermál. Randbleðlar hennar eru 0,5-1 mm
á breidd, oftast gljáandi og með lítið eitt uppbrettum jaðri.
Innar er þalið oft matt, alsett svörtum, kúptum
hraufum sem eru 0,4-0,8 mm í þvermál. Askhirzlur eru sjaldgæfar,
hafa ekki sést hér á landi.
Hnúðdumban vex uppi á
klettatoppum eða vörðum og er allalgeng við landrænt loftslag
á innanverðu Norðausturlandi frá Skagafirði og
Eyjafirði austur á Fljótsdalshérað. Annars staðar ófundin eða
sjaldgæf.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P-.
Innihald:
Perlatorinsýra, stenosporinsýra.