vex mest á klettum en stundum á trjábolum. Hún er nokkuð útbreidd um allt landið frá láglendi upp í um 700 m hæð,, þó er minna af henni en snepaskóf og litunarskóf. Hún er lík þeim í útliti, en grá á litinn og þekkist á hinum duftkenndu, striklaga hraufum sem marka yfirborð hennar.
Þal hraufuskófarinnar er
stórt, oft 10-25 sm eða meir, bleðlar 2-6 (8) mm breiðir, meir eða
minna skertir eða greindir. Efra borðið er ljósgrátt til dökkgrátt,
oft örlítið brúnleitt við jaðarinn, slétt, lítið eitt gljáandi eða
gljáalaust, röndin oft svartleit. Raufar eru á efra borði, mynda
hvítleita, aflanga eða netlaga hryggi, sem stundum brotna upp og
mynda hraufur. Hraufur eru aflangar, dökk gráar, verða þéttari í átt
að miðju, og renna þar oft saman. Neðra borð bleðla er svart, brúnt
og gljáandi út við jaðarinn, þétt sett 0,5-1,5 mm löngum rætlingum.
Askhirzlur ekki séðar á íslenzkum eintökum.
Þalsvörun:
Barkarlag K+gult, miðlag K+ rautt, C-, P+ laxagult.
Innihald: Atranórin, salazinsýra.
Hraufuskóf á trjábol í Eyjólfsstaðaskógi á Héraði 30. júní 2010.
Hraufuskóf í skóginum við Fálkaás í Geithellnadal 23. júlí árið 1990.