Þal degelsvertunnar
er hrúðurkennt, allþykkt, svart, grásvart eða grænsvart, djúpt
sprungið og sums staðar reitskipt, sprungubrúnir
skarpar, sprunguveggir áberandi svartir. Svartir dílar með ýmis
konar lögun eru oft áberandi, kringlóttir, aflangir, bognir eða
striklaga. Askhirslurnar eru skjóður sem að mestu eru á kafi í
þalinu, aðeins svartar, ávalar bungur sjást upp úr þalinu.
Skjóðuveggur og askbeður eru glær, en kraginn myndar svarta þakbungu
yfir askbeðnum. Askgróin eru sporbaugótt, átta í aski, glær,
einhólfa, 7-10 x 5-6,5 µm að stærð. Degelsvertan vex á fjöruklettum,
mest í þangbeltinu eða innan um hrúðurkarla. Fundin á víð og dreif í
kring um landið.