Þalið er hrúðurkennt, hvítt,
reitskipt, reitir 0,5-1,2 mm, kúptir, oft aðeins slitróttir svo skín
í steininn á milli, stundum með svörtum kanti og svörtu forþali.
Mikið af svörtum, oft gljáandi, disklaga askhirzlum, askhirzlur í
fyrstu flatar með eiginrönd, verða síðan kúptar og randlausar,
0,5-1,2 mm í þvermál, stundum nokkrar samgrónar. Askar með átta
gróum, gróin glær, sporöskjulaga, einhólfa, 11-16 x 6,5-8,5 μm.
Karpataflíran vex á basalti, en upplýsingar
skortir um útbreiðslu hennar, en líklega er hún algeng um allt land.
Þalsvörun:
K+ gul, C-, KC+ gul, P-.
Innihald:
Atranorin
Karpataflíra á steini í Þingmannalækjargili í Eyjafjarðarsveit 13. apríl 2012.
Askgró karpataflíru eru sporöskjulaga og einhólfa.