er runnkennd, gulhvít, marggreinótt flétta sem fyrst nýlega
hefur borizt til landsins. Hún líkist nokkuð hreindýrakrókum og
grákrókum í útliti, en þekkist þó auðveldlega frá þeim á greiningu
þalgreinanna. Í greinöxlum eðalkrókanna koma venjulega saman þrjár
til fjórar, jafnvígar greinar, en hjá hreindýrakrókum og grákrókum
tvær til þrjár, þar sem ein er oft öflugri en hinar. Greiningin er
mjög þétt hjá eðalkrókunum og myndar þétt, hvolfmyndað yfirborð.
Í Skandinavíu eru eðalkrókar ein af allra algengustu tegundum
svokallaðra hreindýramosa. Þar sem flestar tegundir af þessum flokki
eru mjög algengar á Íslandi (hreindýrakrókar, grákrókar), gegnir
furðu að eðalkrókarnir hafi komið svona seint til landsins. Enn sem
komið er hafa þeir aðeins fundizt á einum stað á landinu.
Eðalkrókar í mosaþembu í Borgarfirði. Efst
til hægri á myndinni má sjá hreindýrakróka til samanburðar.