Þalið er hrúðurkennt, hvíttleitt eða ljós grátt og fremur ósamfellt, svart forþal við jaðarinn. Askhirzluþyrpingar sjást a.m.k. á þrem stöðum á myndinni, merktar með A. Þær eru svartar, hver fyrir sig í lögun eins og útstandandi vör með skoru eftir endilöngu. Sortuvör er mjög sjaldséð tegund, fundin á þrem stöðum á Suðvestanverðu landinu. Getur þó verið algengari en komið hefur fram, þar sem ekki er auðvelt að koma auga á hana.
Þalsvörun:
K+ gul → rauð, C-, KC-, P+ rauðgul.
Innihald: Norstictinsýra.
Myndin af sortuvör er tekin af sýni úr Plöntusafninu í Kaupmannahöfn söfnuðu af Svanhildi Jónsdóttur Svane á Heiðinni há á Reykjanesskaga árið 1951. Hvítu þalblettirnir tilheyra sortuvörinni, og svartar askhirzlur í lögun eins og vör eru merktar með hvítu A.