Stríðkrókar
Cladonia crispata
Þalið
er runnkennt, Æ-Þalgreinar uppréttar, fremur grannar en stríðar (1-2
mm), grágrænar eða grábrúnar, stundum brúnar í toppinn, 4-10 cm á
hæð, lítið eitt greindar með stuttar, uppréttar greinar og opna
greinvínkla, oft opin trekt í toppinn með stuttar greinar í kring.
Yfirborð þalgreinanna slétt eða smávörtótt, stundum með örsmáum
hreistrum. Askhirslur eru ekki þekktar hér á landi, en dökkbrúnar
byttur sitja oft á enta toppgreinanna. Stríðbikar líkist í útliti
oft þúfubikar eða kryppukrókum, en þekkist best á neikvæðri P-svörun
og hvítri ljómun í útfjólubláu ljósi.
Stríðbikarinn vex í mólendi og er algengastur á Vestfjörðum, en
einnig víða á Vesturlandi og vestanverðu Norðurlandi.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P-.
Innihald:
Squamatinsýra, UV+ hvít.