er fremur fátíð hér
á landi, og vex á lítt grónum jarðvegi, oft á mosakenndri skorpu sem
þekur jarðveg sem er að byrja að gróa. Hún er algengari til
fjalla en á láglendi. Hún telzt til grýtuskófa, en þær
einkennast af askhirzlum sem eru niðurgrafnar eins og kringlótt,
djúp dæld í þali fléttunnar, og minna því á pott. Svampgrýtan
hefur aðeins örmjóa þalræmu með grænþörungum umhverfis
askhirzlurnar, en þar fyrir utan er svampkennt, dökkt þal með
bláþörungum.