Þal strimlaflögunnar er blaðkennt eða hreisturkennt í fyrstu, en
verður síðar runnkennt. Bleðlarnir eru grábrúnir eða dökkgráir,
0,5-1 mm þi þvermál, en verða fljótlega aflangir, 3-5 mm á lengd,
nær sívalir eða lítið eitt flatir, greindir að framan. Greinarnar
verða síðar nær uppréttar, hnúskóttar í endann. Skjóðurnar mynda
örsmáar, brúnleitar vörtur á þalgreinunum og stinga stútnum upp úr
yfirborði þeirra. Sjálfar skjóðurnar eru grafnar niður í þalið, um
0,4 mm í þvermál. Askbeðurinn er glær með aflangar þörungafrumur
innan um askana, askgróin eru marghólfa múrskipt, í fyrstu glær en
verða fljótt dökkbrún.
Strimlaflagan vex á klettum meðfram ám eða í gljúfrum. Hún hefur
fundist á nokkrum stöðum um norðanvert landið austur á
Fljótsdalshérað, algengust meðfram Lagarfljóti.