Þal glærusnurðunnar er hrúðurkennt, mjög
þunnt, reitskipt á blettum, einkum í kring um askhirzlurnar,
hvítleitt eða grátt, tekur oft lit af grjótinu sem alls staðar skín
í á milli. Askhirzlur eru svartar, oftast 1-2(3) mm í þvermál, í
fyrstu flatar með greinilegri, svartri eiginrönd, verða oft síðar
kúptar, standa oft margar þétt saman í þyrpingum, virðast vera á
beru grjótinu vegna þess hversu þalið er þunnt. Jaðarinn er oft mjög
bylgjóttur og innskorinn. Askarnir eru með 8 gróum, gróin 7-11 x 3-5
μm að stærð, glær, sporöskjulaga, einhólfa. Askþekja svört eða
grænsvört, botnþekja fremur ljós brún, eiginrönd dökkbrún utan til
en ljósari eða glær innar. Glærusnurða vex á basalti og er líklega
nokkuð algeng um allt land, ekki síst til fjalla.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P-, miðlag J+.
Innihald:
Confluentinsýra.