Þal mosarætlunnar er 5-10 sm
í þvermál, bleðlar 0,2-2(4) mm breiðir, marggreindir. Efra borðið er
brúnt, oftast hvíthrímað, jaðrar sléttir, bleðlaendar venjulega
íhvolfir. Neðra borð er svart, aðeins bláendarnir sumir ljósari,
rætlingar eru dökk brúnir og áberandi, þétt settir þverstæðum
greinum út frá meginstofni. Askhirzlur eru dökk brúnar eða
svartleitar, 2-5 mm í þvermál, með brúna, upphleypta þalrönd. Askar
hafa átta gró, gróin eru tvíhólfa, dökk brún eða grænbrún, (27)
31-36 (38) x (12) 14-16 (17) míkron.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P-.
Innihald:
Engar fléttusýrur þekktar.