er gráleit
runnflétta sem vex einkum á melum og malarskriðum. Undirlag hennar
er þá oft smáhnullungar, gróf sandkorn og jarðvegurinn á milli
þeirra. Greinar hennar og stofnar eru oftast fremur grannir og mjög
jafnþykkir, en myndar ekki sverari aðalstofna eins og margar skyldar
tegundir gera. Algengt er að greinstofnarnir séu að hluta með
laxagulum eða ryðgulum litflekkjum. Þalvörturnar eru litlar um sig,
og fremur hnöttóttar en útflattar.
Melbreyskja á
Fálkafelli við Akureyri í september 2003.