myndar örþunnt, grágrænt eða hvítleitt, hrúðurkennt þal sem þekur
utan mosagreinar. Askhirslurnar eru hnöttóttar eða perulaga, svartar
eða dökkgrænbrúnar skjóður sem standa upp úr þalinu að einum til
tveimur þriðju, með laut eða opi í toppinn, 0,3-0,6 mm í þvermál
neðan til. Skjóðuveggurinn er um 50-60 um þykkur, ljósbrúnn í sniði
en dökkur yst. Askgróin eru tvö til fjögur í aski, glær, aflöng eða
sporbaugótt, marglaga múrskipt með 6-7 langveggjum.
Mosadrafnan vex á mosaum, meðal annars á fuglasteinum og við
fuglabjörg. Hún hefur fundist á nokkrum stöðum dreifðum um landið.
Mosadrafna undir Hringdalsnúp í Arnarfirði árið 1968.