Lambaskófin er 1-4 sm í þvermál, bleðlar 0,5-1,5 sm breiðir, smærri og yngri bleðlar hosulaga eða íhvolfir með uppréttan jaðar, eldri bleðlar breiða meira úr sér. Efra borðið er grátt, grábrúnt eða brúnt, með loðnu út við jaðarinn, með áberandi, kringlóttum hraufum. Neðra borð er hvítleitt eða ljóst, með upphleyptum eða flötum, hvítum eða dökk brúnum, oft mjög skýrum æðum, rætlingar eru hvítir eða brúnir. Askhirzlur eru sjaldséðar, brúnar, 3-5 mm í þvermál, söðullaga á mjóum, uppréttum bleðlum.
Þalsvörun:
K-, C+, KC+, P-
Innihald: Methylgyrofórat.