er sett saman af hárfínum, svörtum þráðum sem
mynda floskennda áferð á undirlaginu. Þræðirnir eru greinar af
Trentepohlia-þörungum, sem eru að utan klæddir einföldu lagi af
sveppþráðum. Þræðirnir eru aðeins 0,01 til 0,02 mm á þykkt. Sótlýjan
myndar aldrei neinar askhirzlur. Í útliti mynnir hún á vætulýju, en
er ennþá fíngerðari. Sótlýjan vex á ógrónum eða mosa vöxnum
jarðvegi. Hún er nokkuð algeng um allt land, en lítið áberandi.