er hrúðurkennd
flétta sem vex á þúfum og snögggrónum jarðvegi víða um land.
Hún
myndar hvítleitt þal sem þekur nánast hvað sem fyrir verður, vex
yfir jarðveg, utan um einstakar mosagreinar, sinustrá, kvisti og
sprota, og er stundum einnig utan á greinum eða bolum birkis og
víðis. Þalið hefur grænþörunga innan borðs. Myndar ríkulega kúptar
askhirzlur með lítið eitt dekkri rönd. Þær eru brúnar á listinn,
afar misdökkar, allt frá því að vera ljósdrapplitar eða gulbrúnar
yfir í að vera dökkrauðbrúnar.Mynda oft hálfkúlulaga samgróninga sem minna á blómkálshöfuð.
Ljósarða í Fossgilsmosum
við Kiðagil 13. ágúst 1998.
Ljósarða frá
Brúaröræfum sunnan Klappalækjar, safnað 11. ágúst árið 2000. Myndin
er tekin á Náttúrufræðistofnun á Akureyri.