Þal klórenglunnar er
blaðkennt, getur orðið allt að 15 sm í þvermál eða meir, bleðlar
langir og mjóir, aðeins 0,5-2 mm á breidd, lítið eitt kúptir; efra
borð ljós grábrúnt eða brúnt í þurrki, stundum lítið eitt grænleitt
í vætu, matt, stundum örlítið loðið. Neðra borðið er hvítleitt eða
ljós drapplitað, íhvolft, lítið eitt flosað. Jaðrar bleðlanna hafa
áberandi, 1-3 mm langa, randstæða, stinna þræði; bleðlar sem eru í
snertingu við undirlagið mynda smávöndla af rætlingum í endann.
Askhirzlur eru nær svartar með hrímað yfirborð, disklaga, 3-8 mm í
þvermál með þykkari, grábrúna þalrönd. Askarnir hafa átta gró, gróin
eru dökk grænbrún eða brún, tvíhólfa, 29-35 (40)
x 16-20 míkron.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P-.
Innihald:
Engar fléttusýrur þekktar.
Klórengla undir Selárdalsfjalli við Arnarfjörð árið 1989.
Klórengla á berggangi við Rauðsdali á Barðaströnd 5. júlí 2013.