Jarðhreistrur netjubikars
eru smáar, 2-5 mm langar og 1-3 mm breiðar, í þéttum breiðum,
venjulega uppréttar, grágrænar eða ljósbrúnleitar, oft með
netsprungið eða lítið eitt hrímað yfirborð, hvítar neðan. Þalgreinar
eru fremur fátíðar, 1 sm á hæð eða styttri, óreglulega opnar eða
rifnar langs eftir, dökk brúnar, gulbrúnar eða gráleitar, með
grágrænum barkhreistrum. Askhirzlur eru dökk brúnar, 1-5 mm í
þvermál, sitja á toppi þalgreinanna, pyttlur eru á jarðhreistrunum,
hnöttóttar eða egglaga, dökk brúnar. Askarnir hafa átta gró, gróin
eru glær, bein eða lítið eitt bogin.
Þalsvörun:
K+ gul, C-, KC-, P+ gul (mjög hæg svörun), eða P-.
Innihald:
Atranórin, stundum einnig norstictinsýra.
Netjubikar í Garðsárgili í Eyjafirði 29. júní 2004.
Netjubikar á Náttúrufræðistofnun Íslands á Akureyri í ágúst 2004.