er ein af algengustu skófunum á íslenzka birkinu. Hún er blaðkennd, brúnleit eða grænbrún á litinn, og alsett smávörtum, og oft einnig ríkulega skreytt með disklaga askhirzlum í miðju. Hún getur orðið 10 sm í þvermál eða meir. Birkiskófin er algeng um allt land þar sem birki vex, þó koma fyrir birkilundir þar sem birkiskóf finnst ekki.