hefur þunnt, hrúðurkennt þal sem er mismunandi á litinn, getur verið ryðlitað, hvítleitt eða grátt, jafnvel slitrótt eða nær ósýnilegt. Askhirslur eru ætíð til staðar, svartar, oftast óhrímaðar, þær yngstu með áberandi þykkum og frá grásnurðu og glærusnurðu barmi sem er þynnri á eldri askhirslum. Askhirslurnar eru 1-3,5 mm í þvermál, þær stærstu með innskorna, bylgjótta jaðra. Askgróin eru glær, einhólfa, sporbaugótt. Dulinkartan líkist ýmsum öðrum tegundum í útliti. Hún þekkist frá ryðkörtu á gildari sveppþráðum í barmvefnum, frá grásnurðu og glærusnurðu á því að miðlag þalsins er J-, og frá strjálkörtu á stærri askhirslum og þykkari barmi ungra askhirslna.