hefur hrúðurkennt, hvítleitt eða grátt þal, oft með ryðlitum svæðum eða blettum hér og þar. Askhirzlurnar eru svartar með svartri eiginrönd, en oftast ofurlítið gráhrímaðar að ofan. Stundum eru þær margar þétt saman í þyrpingum og verða þá kantaðar, en annars eru þær nokkuð kringlóttar. Steinsnurðan vex á basaltklettum og mun eftir því sem bezt er vitað vera algeng um allt landið. Í útliti líkist hún nokkuð ýmsum öðrum tegundum, bæði grásnurðu, ryðkörtu og vanvirðukörtu. Því er hún fremur illa skráð, þekkist ekki örugglega nema af sýnum inni á rannsóknastofu. Hún þekkist frá þeim á litlausri eða ljósri undirþekju askhirzlunnar, á neikvæðri K-svörun, og á minni askgróum en körturnar hafa.