Þal larfatjásunnar er blaðkennt, bleðlar aðeins 2-4 mm á breidd,
dökkbrúnir, grágrænir eða gráir, röndin margskert otundum snepótt.
Efra borðið er venjulega smáhrukkótt og tætt. Askhirslur eru brúnar
með ljósari jaðri, litlar um sig, íhvolfar, 0,2-0,7 mm í þvermál.
Larfatjásan vex yfir mosum í nokkrum raka, oftast í klettabeltum eða
gljúfrum. Hún er mjög algeng um allt landið. Hún líkist töluvert
bylgjutjásu, sem er algengari um sunnanvert landið. Bleðlar
bylgjutjásunnar einkennast af nokkuð samfelldum, bylgjóttum jaðri,
en larfatjásan hefur tætta jaðra með mjóum bleðlum. Auk þess eru
askhirslur nær ætíð ríkulega til staðar á bylgjutjásunni, en miklu
sjaldséðari og minna af þeim á larfatjásunni.