Jarðhreistrur torfubikarsins eru ætíð áberandi, fremur smáar, 1-2 mm breiðar en þykkar, þéttstæðar, lykja þétt að undirlaginu og þekja það alveg, efra borð þeirra gljáandi, grænbrúnt, gulbrúnt eða rauðleitt, sjaldnar grænt, neðra borð hvítt. Miðlagið er oft áberandi þykkt, lítið eitt mjölkennt og skjannahvítt. Bikarmyndandi þalgreinar eru stuttar, 2-10 mm, sjaldnar allt að 15 mm, bikarar 2-7 mm breiðir, dökkbrúnir eða grænbrúnir, mynda ekki greinar á börmunum, með vörtótt, oft barklaust yfirborð, að innan þétt kornótt-vörtóttir.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P rauðgul.
Innihald: Fumarprotocetrarsýra.
Torfubikar á Spákonufellsborg á Skaga 26. júlí 1987.
Jarðhreistrur torfubikars í Leifsstaðabrúnum í Eyjafirði 11. júní 2006.