Þal lækjaslyðrunnar er hrúðurkennt, 1-3 sm í
þvermál, reitskipt í miðju, þalreitir 0,5-1,2 µm með ójöfnu, líkt og
þýfðu, brúnleitu eða ólífugráu, möttu yfirborði, jaðarbleðlar mjóir,
0,1-0,2 mm, oft lítt áberandi, og forþal ógreinilegt. Askhirzlur eru
dökk brúnar eða svartar, 0,6-1,4 mm í þvermál, rísa nokkuð upp frá
þalinu, í fyrstu flatar ofan með allþykkum barmi, geta að lokum
orðið kúptar. Gróin glær, egglaga, þrí- til fjórhólfa, 15-22 x 4,5-6
míkron að stærð. Askþekja svört með blágrænum eða fjólubláum blæ,
askbeður glær, 75-95 µm þykkur, undirþekja ljós brún, hliðarþekja
blágræn.
Lækjaslyðran vex á basalti sem
oft er tímabundið undir vatni, einkum meðfram lækjum eða
stöðuvötnum. Finnst allvíða um landið, einkum um landið norðanvert
og á hálendinu.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P-.
Innihald:
Engar fléttusýrur þekktar.