Þalið er smábleðlótt, bleðlar 1,5-3 mm í
þvermál, brúnir eða grænleitir, jaðrar blaðkenndir, laufskornir,
neðra borðið hvítt. Þalbleðlar geta verið meir eða minna aðskildir,
eða þeir renna saman og geta þá sprungið upp í reitskipt þal.
Askhirzlur myndast á miðjum bleðlunum, svartar, flatar, síðar
kúptar, 0,6-1,5 mm í þvermál, aðlægar þalinu, renna stundum saman
með aldrinum. Gróin 25-45 x 3-5 µm að stærð, glær, nálarlaga, 4-8
hólfa. Askþekja grænsvört eða ólífugræn, askbeður glær, 50-60 µm
þykkur, undirþekja ljós. Tóarbúlgan vex á mosatóm og jarðvegi
yfir klettum, móbergi eða hrauni. Hún er fremur sjaldgæf, en hefur
fundizt nokkuð dreift um allt landið nema miðhálendið.