Geitakál er stórvaxin, blaðrík jurt sem blómgast seint, en myndar þéttar breiður af laufblöðum. Blómin eru í tvöföldum 4-8 sm stórum sveipum, hvít eða lítið eitt bleikleit, um 3 mm í þvermál. Krónublöðin eru fimm, ávöl og óskert í endann. Fræflar eru fimm, frævan tvískipt. Reifablöð vantar. Stönglar, blaðstilkar og reifaleggir eru áberandi margrifjaðir. Laufblöðin eru þrífingruð, smáblöðin stilklöng, aftur 2-3 skipt, hliðarsmáblöðin áberandi skökk við blaðfótinn; smáblöð annarrar gráðu eru gróftennt, 2-5 sm breið og 4-10 sm löng, hárlaus nema örstuttir hárbroddar á blaðröndum og strengjum neðra borðs, þau hliðstæðu skakkegglaga.
Hér sjáum við vel blaðgerð geitakálsins. Tekið á Eskifirði í júlí 2005
Hér sjáum við blómstrandi geitakál í Eskifirði um miðjan ágúst 2007.