er stórvaxin jurt
sem vex einkum í klettum, oft við hreiðurstaði fugla, eða í hólmum úti í
vötnum. Hann er mjög áberandi í Mývatnssveit, og vex þar hvarvetna
meðfram ströndum vatnsins, í eyjunum, og jafnvel meðfram vegum og heima
við bæi. Af þeim ástæðum hefur hann stundum verið nefndur
Mývatnsdrottning. Hann virðist vera sjaldgæfur á Suðurlandi austan
Ölfusár og á Austurlandi. Auk hinna náttúrlegu vaxtarstaða finnst hann
alloft sem slæðingur meðfram vegum og á þéttbýlisstöðum. Oft ruglast
menn á aronsvendi og hlíðableikju. Hlíðableikjan
hefur svipuð gul blóm í löngum klasa eins og
aronsvöndurinn, en auðvelt er að þekkja þessar tvær tegundir í sundur á
laufblöðunum. Aronsvöndurinn hefur blöð með lensulaga, óskiptum
blaðgrunni, en blöð hlíðableikjunnar eru með fjaðurskiptum fæti.
Blóm aronsvandarins eru fjórdeild og vaxa í klösum út úr blaðöxlunum.
Krónublöðin eru gul, aflöng, 7-9 mm á lengd, en bikarblöðin græn, 4-5
mm. Í blómunum eru 6 fræflar og ein fræva eins og venja er í
krossblómaætt. Stöngullinn er gáróttur, blöðin stakstæð, lensulaga,
gistennt, með gisnum kvísl- eða stjörnuhárum, 2-6 sm á lengd eða lengri.
Myndin af aronsvendinum er
tekin á Skútustöðum í Mývatnssveit 23. ágúst 1987