Blóm þrenningarmöðru eru fá saman,
1,5-2 mm í þvermál. Krónan er samblaða, klofin í þrjá
flipa. Bikarinn er hárlaus. Fræflar eru þrír, ein fræva með klofnum
stíl. Blöðin eru í fjórblaða krönsum, lensulaga, mjósporbaugótt eða
öfugegglaga, frambreið og snubbótt í endann. Stöngullinn er strendur.
Þrenningarmaðra í grennd við Laxamýri árið 1982.
Þrenningarmaðra á Hólsflæðum í Höfðahverfi við Eyjafjörð 9. ágúst 2005.