Blóm laugamöðrunnar standa nokkur
saman í blómskipunum úr blaðöxlum efri blaðanna. Krónan er samblaða,
fjórdeild, klofin langt niður, 3-4 mm í þvermál. Krónufliparnir eru
útréttir, krossstæðir. Bikarinn er óhærður. Fræflar eru fjórir, ein
fræva með klofnum stíl. Blöðin eru venjulega fjögur til sex í hverjum
kransi, lensulaga eða breiðlensulaga, 6-14 mm á lengd,
frambreið, broddydd, snarprend. Stöngullinn er skarpstrendur með
niðurvísandi broddum sem gera hann mjög snarpan.
Laugamaðra innan um hávaxið gras, sem er dæmigert umhverfi hennar. Tekið í Arnarhólsmýri í Eyjafirði 29. júlí árið 2006.
Laugamaðra í návígi á Arnarhóli í Eyjafirði í ágúst 2004.