Blóm steindeplunnar eru um 1 sm í
þvermál, í blómfáum klasa. Krónan virðist í fljótu bragði lausblaða, en
er þó samvaxin neðst, dettur af fullþroska blómum í heilu lagi.
Krónublöðin eru fjögur, misstór, dökkblá, en hvít neðst við nöglina og
með rauðu belti. Fræflar eru tveir með hvítum frjóknöppum. Ein fræva með
einum stíl. Stöngullinn er blöðóttur með örstuttum hárum ofan til,
blöðin oddbaugótt eða langöfugegglaga, snubbótt, með örstuttum
randhárum.
Steindepla í gili Reykjadalsár í S.-Þing. árið 1982.
Nærmynd af blómum steindeplunnar í Vindáshlíð í Berufirði 14. júlí 2005.