hefur sexdeild,
hvít blóm og þrjú handstrengjótt, kransstæð, margskipt laufblöð ofarlega
á stönglinum. Hún er algeng í beykiskógum nágrannalanda okkar, og
blómgar þar snemma á vorin áður en beykið laufgast, og nýtir sér þannig
birtuna. Á Íslandi er hún nýlega aðflutt, sást fyrst skömmu fyrir 1990 í
Ásbyrgi og Vaglaskógi. Trúlega hefur einhver haft hana með sér frá
útlöndum og stungið henni þar niður. Í Ásbyrgi hefur hún dreift sér um
nokkurt svæði, en í Vaglaskógi er hún líklega útdauð. Einhvern tíma
hefur hún verið gróðursett í skóginn í Elliðaárhólmum við Reykjavík, og hefur þar
breiðst út yfir nokkurt svæði, og dafnar vel. Það er því líklegt að hún
muni nema varanlega land á Íslandi.
Breiða af skógarsóleyjum
í botni laufskógarins í Elliðaárdal í Reykjavík
Skógarsóley í botni
laufskógar í Elliðaárdal í Reykjavík.