Háliðagras
Alopecurus pratensis
er innflutt
grastegund sem ræktuð hefur verið í sáðsléttum frá því snemma á 20. öldinni.
Það er harðgert og snemmþroska og hefur því sáð sér töluvert út af
sjálfsdáðum.
Það er því algengt í túnum og í nágrenni túna í byggð um land allt,
einnig víða meðfram vegum. Háliðagras líkist vallar-foxgrasii,
en axið er heldur grennra þar sem smáöxin liggja þéttar upp að axinu, en
eru laustengdari og því auðveldara að ná þeim af ef strokið er upp eftir
axinu milli tveggja fingra.
Smáöx háliðagrassins eru einblóma,
þétt saman í sívölu, gráu, 3-8 sm löngu og 6-10
mm breiðu samaxi.
Smáöxin bera týtu sem oftast er nokkru styttri en axagnirnar. Fræflarnir
hanga út úr axinu um blómgunartíma, með fjólubláa eða brúna frjóhnappa.
Stráið er sívalt. Slíðurhimnan er 2-3 mm á lengd, þverstífð
en skörðótt. Blöðin eru flöt, 5-9 mm á breidd.