Blóm klukkublómsins eru í stuttum
(1,5-3 sm) klasa. Krónan er bjöllulaga en klofin nær niður í gegn,
fimmdeild. Krónublöðin eru sporbaugótt eða nær kringlótt, hvítleit,
oftast bleik í endann, 4-5 mm á lengd. Bikarblöðin eru dökkrauð, um 2 mm
á lengd, odddregin. Fræflar eru 10. Frævan er ein, samsett af fimm
blöðum sem mynda hýðisaldin við þroskun. Laufblöðin eru sporbaugótt,
stundum nær kringlótt með óglöggum tönnum, stilkuð. Smá, hreisturkennd
háblöð eru inni á milli laufblaðanna, og eitt ofar á stönglinum.