Puntur hálmgresisins er fremur
fíngerður, greinstuttur og þéttur, bleikmóleitur, grænleitur eða
fjólubláleitur, 3-18 sm langur. Smáöxin eru einblóma. Axagnir eru 3-4 mm
langar, yddar. Blómagnir eru mislangar, með löngum hvítum hárum við
grunninn; sú neðri með baktýtu sem varla nær upp fyrir ögnina.
Slíðurhimnan er allt að 2 mm löng við efstu slíður, örstutt eða engin
við þau neðstu. Stöngulblöðin eru flöt, 2-4 mm breið; blaðsprotablöð
grönn (1-2 mm).
/o:p>
Hálmgresi í nágrenni Reykjavíkur árið 1982. Punturinn er samanlagður fyrir blómgun, en breiðir úr sér við blómgunina.
Nærmynd af punti hálmgresis í Arnarhólsmýri í Kaupangssveit 29. júlí 2006.