Strá þursaskeggsins eru í þéttum
toppum með þéttstæðum, ljósbrúnum, 3 sm löngum slíðrum neðst. Blómin eru
nakin, í 1,5-2 sm löngu axi á stráendanum; eitt karlblóm og eitt
kvenblóm saman í hverju smáaxi. Axhlífin er ljósbrúnleit,
með breiðum himnufaldi ofan til. Fræflar eru þrír, ein fræva með
þremur frænum. Aldinið er ljósbrúnt, gljáandi með stuttri trjónu. Blöðin
eru þráðmjó (0,5 mm), sívöl utan en grópuð.