Blóm engjarósarinnar eru fimmdeild. Bikarblöðin eru stór (8-12 mm), dumbrauð, oddmjó. Krónublöðin eru miklu styttri (4-5 mm), rauð og oddmjó. Fræflar eru margir með dumbrauðar frjóhirslur. Margar litlar frævur eru á kúptum blómbotni. Blöðin eru stakstæð, fjöðruð með 5 (sjaldan 7) oddbaugóttum eða öfugegglaga, reglulega tenntum smáblöðum sem eru svo þéttstæð að blöðin virðast stundum fremur fingruð en fjöðruð, ljósgrágræn, hærð á neðra borði, axlablöðin eru löng, vaxin upp á miðjan blaðstilkinn. Engjarósin var áður oft nefnd fimmfingrajurt eftir blöðkunum.
Blómstrandi engjarós (fimmfingrajurt) í Eyjafirði árið 1963.
Hér sjáum við þroskuð aldin engjarósarinnar í Eyjafirði árið 2004.