er fremur sjaldséð
jurt sem hefur takmarkaða útbreiðslu, villtur er hann aðeins á Suðvesturlandi og á
Snæfellsnesi. Hann hefur fjaðurskipt blöð með egglaga, tenntum
smáblöðum. Blómin eru dökkrauð, mörg saman í aflöngum kolli á
stöngulendunum. Blóðkollurinn vex í grónum bollum, í brekkum og
graslendi.
Blóm blóðkollsins standa mörg saman í þéttum,
1-3 sm löngum hnappi á stöngulendanum, yfirsætin.
Blómhlífarblöðin eru dumbrauð, oddbaugótt, 3-4 mm löng. Fræflar eru
fjórir. Blómin hafa eina frævu með bognum stíl. Stöngullinn er gáróttur. Blöðin eru
stakfjöðruð, oft með 3-6 smáblaðpörum; smáblöðin hárlaus, ljósblágræn á
neðra borði, dekkri ofan, grófsagtennt, snubbótt í endann, stilkuð með
hjartalaga grunni. Blóðkollurinn líkist nokkuð
höskolli, og
margir rugla þessum tegundum saman og kalla þær báðar blóðkoll. Höskollurinn
er ræktaður í görðum og slæðist þaðan. Hann hefur blágrænni laufblöð,
vex í þéttum breiðum og myndar aflengri blómkolla.
Blóðkollur í Geldinganesi
við Reykjavík þann 29. júlí 2008.
Nærmynd af blómum blóðkollsins, tekin á sama
stað.