vex á þurrum
þúfnakollum í móum. Það er mjög algengt um allt land frá láglendi
upp í 900 m hæð. Hæst hefur það fundizt á Seljadalsbrúnum á Tröllaskaga
í 1100 m hæð og á Kirkjufjalli við Hörgárdal í 1040 m. Það myndar þétta
toppa líkt og þursaskegg sem einnig vex við svipaðar aðstæður.
Strá móasefsins standa í þéttum toppum, með fjölda
blaðslíðra við stofninn sem verða eftir á fyrra árs sprotum. Blómin eru
fá saman (eitt til fjögur) í litlum blómhnoðum. Blómhlífarblöðin eru 6,
dökkbrún, gljáandi, hvassydd, himnurend ofan til. Fræflar eru 6 með
ljósgulum frjóhnöppum. Frævan er ljósgræn; langur stíll með þrískiptu
fræni. Blöðin eru örmjó (0,2-0,5 mm), rennulaga. Stoðblöðin eru löng, ná
langt upp fyrir blómskipunina.