er lyngtegund sem blómstrar seint á haustin. Það er mjög algengt í sumum landshlutum, en vantar alveg annars staðar, t.d. er ekki vitað um það á Vestfjörðum og mjög óvíða í Húnavatnssýslu. Það vex einkum frá láglendi og upp í 600 m hæð. Hæstu fundarstaðir þess eru í 750 m í Böggvisstaðafjalli við Dalvík, 730 m í Belgsárfjalli við Fnjóskadal og 700 m í Hofsskál í Svarfaðardal og Gæsafjöllum norðan Mývatns.
Blóm beitilyngsins eru stuttleggjuð, standa þétt saman í 2-4 sm löngum klösum, fjórdeild, um 3 mm á breidd. Hinn bleikrauði litur blómanna stafar af bikarblöðunum, sem eru sporbaugótt, lengri en krónublöðin og þekja þau að mestu. Randhærð, dökkrauðgræn háblöð liggja að bikarnum neðan til. Fræflar eru átta, ein fræva með einum rauðum stíl. Aldinin eru nær hnöttótt hýðisaldin. Laufblöðin eru sígræn, þétt krossgagnstæð, aðeins um 2 mm á lengd og 0,5 mm á breidd. Laufblöðin standa lítið út frá greinunum og virðast þær því ferstrendar. Venjulega kemur blaðsproti upp úr blómklasanum eins og sést á myndunum.
font color="#004000">
.
Myndin af beitilynginu er tekin í nágrenni Reykjavíkur árið 1982
Hér sést beitilyng í návígi, mynd frá Gásum í Eyjafirði 13. ágúst 2006.