Hvítmaðran hefur marggreindar
blómskipanir í blaðöxlum efri blaða. Blómin eru hvít eða gulhvít. Krónan
er samblaða, 3-4 mm í þvermál, með fjórum, útréttum, krossstæðum flipum.
Bikarinn er hárlaus. Fræflar eru fjórir, ein fræva með klofnum stíl.
Stöngullinn er ferstrendur með upphleyptum köntum. Blöðin eru 6-8
saman í kransi í hverri hæð á stönglinum, lensulaga og breiðust
framan til, broddydd, snörp á röndunum, 5-10 mm á lengd.
Hér sjáum við hvítmöðru á mel inni í Þórsmörk í júní árið 1982.
Hér sjáum við hvítmöðru við eðlilegri aðstæður, í grónu en mögru graslendi við Mýrarlón utan Akureyrar 25. júní 2008.