er mjög algengur og afar líkur
hlíðamaríustakk í útliti. Hann er þó að jafnaði heldur stærri, oft ljósgrænni
á litinn, og hefur tilhneigingu til að vaxa heldur hærra til fjalla.
Bezta greiningareinkennið er hæring blaðstilka og blómstöngla.
Blaðstilkarnir eru greinilega aðhærðir, þ.e. hárin liggja upp að
stilknum á hnoðamaríustakk (sést á myndinni hér til hliðar ef hún er stækkuð
með því að tvísmella á hana), en standa hornrétt út frá stilknum á
hlíðamaríustakk. Silfurmaríustakkur hefur hins vegar einnig aðhærða
blaðstilka, en hann er töluvert sjaldgæfari og fíngerðari.
Hnoðamaríu-stakkur vex hærra til fjalla en aðrar tegundir maríustakks,
hefur fundizt í 1000 m hæð á Þverárdalsbrúnum við Þorvaldsdal og
Héðinsdals-brúnum við Hjaltadal. Eins og hlíðamaríustakkurinn er
hnoðamaríustakkur örugglega gömul, íslensk tegund.
Blóm hnoðamaríustakks eru eins og á hlíðamaríustakk.
Stofnblöðin eru stilklöng (6-25 sm), stilkurinn með aðlægum hárum.
Blaðkan er stór, 6-15 sm í þvermál, nýrlaga, fremur ljósgræn eða lítið
eitt gulgræn, með aðlægum hárum á öllu efra borði, en einkum á
blaðstrengjum neðra borðs. Stönglar og blómleggir eru
einnig hærðir aðlægum
hárum.
Hér sjáum við blaðstilk hnoðamaríustakks,
sem sýnir hin aðlægu hár. Myndin er tekin 23.
júlí 2006 á Austari-Krókum á Flateyjardalsheiði.
Hér sjáum við blóm hnoðamaríustakks. Fjögra
laufa bikar með utanbikarflipum á milli sést greinilega.