er slæðingur með purpurarauðum blómum, og finnst hún nokkuð oft inni í bæjum og í byggð, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, þótt ekki geti hún talizt algeng.
Akurtvítönnin er einær jurt, blómin allmörg saman í þéttstæðum blaðöxlum efst á plöntunni. Krónan er 10-15 mm á lengd, loðin að utan og varaskipt. Bikarfliparnir eru oddmjóir, nær striklaga, hærðir, gleiðir og útstæðir. Í blómunum eru fjórir fræflar og ein fræva með tvíklofnu fræni. Stöngullinn er áberandi ferstrendur. Blöðin eru gagnstæð, þéttust efst, stilkuð, 1-4 sm í þvermál, blaðkan hjartalaga eða nýrlaga, gróftennt.