er fremur lágvaxið
gras með bláleitum, skástæðum, stinnum og hrjúfum stráum. Það vex einkum
á melum, söndum eða á klettum. Punturinn er fremur grannur og ekki með
mjög mörgum smáöxum. Blásveifgrasið er algengt um allt land frá láglendi
upp í meir en 1100 m hæð.
Puntur blásveifgrassins er bláleitur, fremur mjór, 4-8
sm á lengd. Smáöxin eru þrí- til fimmblóma. Axagnir eru 3-4 mm á lengd,
dökkfjólubláar með skörpum kili, oddmjóar, þrítauga. Neðri blómögn er
hærð neðan til og á taugum. Stráin eru í þéttum toppum, oft skástæð,
stinn og snörp, áberandi bládöggvuð ofan til, aðeins með blöðum upp að
miðju. Slíðurhimnan er stutt, um 1 mm. Blöðin eru fremur mjó, 1,5-3 mm.
Hér er blásveifgras í
sínu náttúrlega umhverfi ásamt lambagrasi og vetrarblómi. Myndin er
tekin á Vesturlandi árið 1984.
Puntur á blásveifgrasi
í návígi, tekið í Reykjavík árið 1983