er af brönugrasaætt og vex í mólendi sem ekki er of þurrt, í bollum og blómlendisbrekkum, einnig oft í skóglendi. Hún er algeng um land allt frá láglendi upp í um 700 m hæð, tíðari í blágrýtisfjöllunum norðan- og austanlands en annars staðar.
Blóm barnarótarinnar standa í klasa efst á stönglinum, yfirsætin; ytri blómhlífarblöðin þrjú eru egglaga, rauðbrún eða fjólublámenguð, 4-6 mm löng og 2-3 mm breið; af innri blómhlífarblöðunum vísa tvö upp, þau eru striklaga, 1 mm breið, snubbótt í endann, en eitt (vörin) vísar niður, 7-8 mm langt, þríflipað í endann og er miðflipi þess stytztur. Frævan er undir blómhlífinni, aflöng og snúin. Aldinið er með fjölmörgum, örsmáum fræjum. Stöngullinn er hárlaus, með nokkrum bogstrengjóttum blöðum; þau efstu mjólensulaga, þau neðri breiðari, oddbaugótt eða öfugegglaga, 1,5-2 sm, með silfruðum gljáa á neðra borði.
.
Myndin af barnarót er tekin innst í Bleiksmýrardal árið 1975.
Hér sjást blóm barnarótarinnar í návígi, svo vel má greina lögun neðri vararinnar. Myndin er tekin í Hækingsdal í Kjós árið 1985