er algengur um land
allt í rökum flögum og öðru deiglendi. Blöðin eru mjó og sívöl en
blómin í löngum klasa. Hann finnst almennt frá láglendi upp í um 650 m
hæð, hæst skráður í Ólafsfelli við Þjórsárver í 750 m, og Laufrönd í
Ódáðahrauni í 740 m.
Stöngull mýrasauðlauks er grannur, 1-1,5 mm. Blómin eru
stuttstilkuð, í gisnum 3-10 sm löngum klasa sem verður enn lengri við
aldinþroskun. Blómhlífin er einföld, sexblaða. Blómhlífarblöðin eru
fjólubláleit með grænleitum miðstreng, snubbótt. Fræflar eru sex, nær
stilklausir. Ein fræva með hárkenndum frænum í toppinn, verður að
8-9 mm löngu og 1,5 mm breiðu, þríkleyfu aldini. Blöðin eru
striklaga, nær sívöl, græn- eða rauðmenguð, með sérkennilegu bragði.