Hnotsörvið hefur gagnstæð eða
kransstæð blöð, oftast þrjú í kransi. Blöðin eru 1,5-4 sm á
lengd, þráðmjó (0,3 mm), með himnukenndum slíðrum. Blómin eru í
blaðöxlunum, einkynja, venjulega eitt karlblóm og eitt
kvenblóm í hverjum blaðkransi. Kvenblómin hafa þrjár til fimm frævur sem
verða að bjúglaga aldinum, 2-3 mm á lengd, með smátrjónu í
endann.