vex einkum á
sjávarfitjum, þurrum og sendnum sjávarbökkum og á
árbökkum nærri sjó. Lengra frá sjó er hún helzt nálægt ám í þurru
graslendi eða á grónum áreyrum.Heigulstörin er
algeng í kring um landið meðfram sjó, nema við sendna suðurströndina frá
Ölfusárósum að Skeiðará. Öx hennar líkjast öxum
rjúpustarar, en
vaxtarstaðirnir eru allt aðrir þar sem rjúpustörin vex eingöngu til
fjalla. Þá hefur rjúpustörin skástæð, nokkuð stinn strá, en heigulstörin
hefur læpuleg strá sem hanga niður og leggjast máttlaus út af þegar
líður á sumarið.
Strá heigulstarar hafa 2-3(4) öx á endanum og er toppaxið oftast stærst;
karlblómin neðst í hverju axi. Axhlífar eru ljósbrúnar, himnurendar, með
ljósari miðtaug. Hulstrið er gulbrúnt eða fölgrænt, með skýrum,
upphleyptum taugum og stuttri trjónu. Blöðin eru þráðmjó og læpuleg,
stráin hvassþrístrend efst og lítið eitt snörp, sljóstrend neðar.
Hér má sjá heigulstör
sem hengir öxin niður í svörðinn. Myndin er tekin á Gásaeyri við
Eyjafjörð haustið 2003.