Puntur hávinguls er grannur, 10-20
sm langur, lítið eitt lotinn. Smáöxin eru 10-18 mm löng með 6-13 blómum,
græn eða ofurlítið fjólubláleit. Axagnir eru örstuttar, hárlausar,
mislangar. Blómagnir eru grágrænar, himnurendar, trosnaðar í endann, 5-8
mm langar. Blöðin eru flöt, 3-6 mm breið, slíðurhimnan mjög stutt,
slíðrin með eyrum sem feðma um stöngulinn.
Myndin sýnir hluta af punti hávinguls með nokkrum smáöxum, og er tekin innan húss á Vatnsenda í Flóa af eintökum frá Pétursey í júlí árið 2005. Vel sést hversu blómmörg smáöxin eru.