Finnungurinn vex í þéttum toppum.
Blómin eru í bláleitu, einhliða, örmjóu, 3-5 sm löngu axi efst á
stráinu. Smáöxin eru einblóma, legglaus. Axagnir vantar eða eru örsmáar.
Neðri blómögn er stinn, bláleit, broddydd, 7-10 mm löng. Blöðin eru í
þéttum, stinnum toppum, þráðmjó (0,5-1 mm), grópuð, snörp, með
uppvísandi broddum, og með móleitum, þéttum, 2-3 sm löngum slíðrum
neðst.
Hér sjást bláleit öxin á finnungi í Hjaltadal í Skagafirði árið 1985.
Hér eru dæmigerðir finnungstoppar líkt og hárkollur í grónum dældum, myndin tekin á Þeistareykjum 14, júlí árið 2000.