Blóm sæhvannar eru 3-4 mm í
þvermál, mörg saman í sveipum. Krónublöðin eru öfugegglaga eða
tungulaga, stundum skert í oddinn, hvítleit eða aðeins
bleikleit. Fræflar eru 5, frævan ein með tveim stílum. Aldinið klofnar í
tvö deilialdin, 6-8 mm á lengd, með 5 langrifjum.
Stórreifar eru strik- eða sverðlaga, flatar, 1-1,5 sm á lengd. Blöðin
eru stilkuð, þrífingruð; smáblöðin stilklöng og aftur þrífingruð.
Smáblöð annarrar gráðu flipuð eða sepótt, fliparnir tenntir,
slíðurrendur rauðar.